Íslenska stríðsárasafnð á Reyðarfirði
Búðarárfoss
Búðarárstífla
Hylurinn í Búðará

Búðarárgil og Búðarárfoss

Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar

Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.

Göngustígurinn liggur frá brúnni yfir Búðará, á sem liggur í gegnum miðbæ Reyðarfjarðar á leið sinni til sjávar.