Aðkoman að bústöðunum.
Sólbrekka í Mjóafirði er einstök náttúruparadís.
Góð grillaðstaða er við húsin.
Möguleiki er á sjóstangveiði og skoðunarferðum um fjörðinn á báti.

Sólbrekka

Lítil og þægileg sumarhús í Mjóafirði þar sem stutt er í skemmtilegar gönguleiðir

Í Sólbrekku býðst gisting í svefnpokaplássi/uppbúnu rúmi í fjórum þriggja manna herbergjum og einu sex manna fjölskylduherbergi. Á gistiheimilinu er sameiginleg eldunaraðstaða, borðstofa, setustofa, þvottavél og þurrkari. Einnig eru þrjár snyrtingar með sturtum. Frí nettenging. Heitur pottur er í sérhúsi, innheimt er gjald fyrir afnot af honum.

Frá Sólbrekku er fal­legt útsýni, ýmist yfir sjóinn eða upp til brattra fjallshlíðanna. Göngukort hefur verið gert af staðnum, en margar skemmti­legar göngu­leiðir liggja um svæðið sem sumar eru stik­aðar. Boðið er upp á reiðhjólaleigu í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Í Mjóafirði er einnig gott berja­land.

Gisting í Sólbrekku er opin 15.06.-10.08.

Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku 15.06.-10.08.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólbrekka
Staður 715 Mjóifjörður
Netfang mjoi@simnet.is
Sími +354 894 9014
Vefur Sjá vefsíðu