Skotíþróttafélagið Dreki

Skotfimi, bogfimi og skotveiðinámskeið

Á Drekasvæðinu, æfingavelli félagsins á Eskifirði, er olympískur skeetvöllur og 150 m. riffilbraut. Einnig er félagið með búnað til bogfimiæfinga og hefur gengist fyrir bæði keppnum og námskeiðum í bogfimi.

Tvær loftbyssubrautir eru í klúbbaðstöðu Dreka, sem er staðsett í kjallara íþróttahússins á Eskifirði og getur félagið útvegað bæði loftskammbyssu og loftrifil til skotæfinga.

Þá hefur Dreiki umsjón með skotvopnanámskeiðum Umhverfisstofnunar og hæfnispróf fyrir hreindýraskyttur.

Á vefsíðu félagsins má nálgast upplýsingar um viðburði og námskeið á vegum félagsins og tengiliði.

Skotveiðifélagið Dreki.jpg
Tengdar síður

Drekavefur