Sjávarhverinn Saxa

Einstakt náttúrufyrirbæri í Stöðvarfirði

Út með Stöðvarfirði norðanverðum, skammt frá eyðibýlinu Bæjarstöðum við gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps, er einstakt náttúrufyrirbrigði sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, saxar það í smátt og feykir hátt í loft upp. Nafngift þessa einstaka náttúrufyrirbrigðis mun dregið af því.