við Norðfjarðarkirkju
á Norðfirði
Tvær nornir
The killing moon

Dagar Myrkurs

Menningarhátíð skammdegisins

Dagar Myrkurs er menningarhátíð á Austurlandi sem hyllir með fjölbreyttum hætti svartnætti skemmdegisins. Dagarnir eru lausbeisluð grasrótarhátíð og eru því breytilegir frá ári til árs. Í raun eru þeim engin takmörk sett önnur en ímyndunaraflið og spannar þessi fjölbreytta hátíð allt frá draugasögum og rómantík að tónleikum og tilboðum í verslunum og veitingahúsum.

Dagskrá Daga Myrkurs liggur jafnan fyrir upp úr miðjum október ár hvert. Kynntu þér dagskrána og sjáðu hvað gerist á Austurlandi á Dögum Myrkurs.