Bryggjuhátíðin

Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Bryggjuhátíðin er haldin hátíðleg á Reyðafirði fyrstu helgina í júlí. Skemmtileg fjölskylduhátíð sem hefur margt upp á að bjóða.

Fyrsta Bryggjuhátíðin var haldin á Reyðarfirði árið 1989 og tilgangur með hátíðinni er fyrst og fremst að auðga mannlíf bæjarsins og bjóða íbúum og ferðafólki upp á ærlega skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Íbúasamtök Reyðafjarðar ákváðu að endurvekja hátíðina með sömu markmið í huga. 

Margvísleg skemmtiatriði verða á boðstólnum en svo dæmi séu tekin verður kassabílakeppni, dansstúdíó, skemmtiatriði, handsverksmarkaður og hverfagrill.