Gönguvikan er fyrir alla fjölskylduna
Útsýnið er engu líkt á toppnum
Það er bara gaman í náttúruskóla gönguvikunnar.
Á kvöldin er gönguvikan með alls kyns skemmtanir eins og ekta sjóræningjapartý

Á fætur í Fjarðabyggð

Göngur, náttúruskólinn og fjöllin fimm

Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Í boði eru fjöldi viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. 

Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum.

Göngu- og gleðivikan fer fram síðustu vikuna í júní. Vikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. 

Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Gönguleiðarkorti og dagskrá verður dreift í hús á næstu dögum en útgefnar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.