Sjómannadagurinn - Ein stærsta sumarhátíð Fjarðabyggðar

Sjómannadeginum verður fagnað með veglegri hátíðardagskrá í Neskaupstað og Eskifirði dagana 8. til 11. júní. 

Á Fáskrúðsfirði er skipulögð dagskrá 10. og 11. júní.

Skipulögð dagskrá hefst í Neskaupstað og á Eskfirði um kvöldið 8. Júní. Boðið er upp á sundlaugarpartý, dorgveiðikeppni, hoppukastala, hópsiglingar, sjósund, unglingaball, bílasýningu, myndlistarsýningu og tónleika svo eitthvað sé nefnt.

Spilað verður fyrir dansi bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Á Norðfirði verða Steinar og Bjarni á föstudeginum og Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar á laugardeginum. Á Eskifirði heldur Dj Doddi Mix uppi fjörinu á kaffihúsinu á föstudeginum en á laugardeginum sér Buff ásamt Ernu Hrönn um sjómannadagsballið í Valhöll.

Kynntu þér frábæra dagskrá sjómannadagsins á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

Sjómannadagurinn á Eskifirði og sjómannadagurinn í Neskaupstað eru einnig á Facebook.

Sjómannadeginum er ætlað að efla samhug sjómanna, kynna þjóðinni starf þeirra og minnast þeirra sem farist hafa á sjó. Þá eru heiðursmerki jafnan veitt sjómönnum fyrir ýmis konar afrek á sjómannadeginum.