STØD Í STÖÐ

30.júní - 3.júlí í Stöðvafirði 

Støð í Stöð í er fjölskylduhátíð sem haldin verður á Stöðvarfirði í sumar, dagana 30. júní - 3. júlí. Hátíðin er bæði haldin í tilefni 120 ára verslunarafmælis Stöðvarfjarðar og að 110 ár séu liðin frá því Stöðvarhreppur var stofnaður.

Hátíðin var fyrst haldin árið 1996, á 100 ára verzlunarafmæli Stöðvarfjarðar og síðast árið 2006 á 100 ára afmæli Stöðvarhrepps, og fannst skipuleggjendum við hæfi að halda hana því núna aftur, 10 árum síðar. 

Hátíðin hefur margt upp á að bjóða og má meðal annars nefna hverfahátíðir, listasýningar, myndasýningu, fullt af lifandi tónlist, böll og skemmtiatriði og leiki fyrir börn svo eitthvað sé nefnt.

Hér má finna stórglæsilega dagskrá Støð í Stöð í ár en einnig má finna upplýsingar inná facebook síðu hátíðarinnar hér.

Stöðvafjörður býður upp á ýmislegt til afþreyfingar sem við mælum með að kíkja á í leiðinni.

Má þar meðal annars nefna:
Steinasafn Petru
Sundlaug Stöðvafjarðar
Salthúsmarkaðurinn