Páskafjör í Fjarðabyggð 2018
Það verður sannkölluð fjölskyldu stemmning í Fjarðabyggð alla páskana þegar hin árlega útvistarhátíð Páskafjör fer fram. Á páskafjöri geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á skíðasvæðinu í Oddsskarði verður þétt dagskrá alla páskana þar sem meðal annars verður boðið uppá Páskaeggjamót, björgunarbátarallý og flugeldasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Hvað er betra en að skella sér á skíði í mögnuðu umhverfi á einu besta skíðasvæði á landinu?
Auk þess að njóta útiverunar á skíðum verður að sjálfsögðu hægt að gera ýmislegt annað. Tónleikar, dansleikir, og viðburðir á vegum Ferðafélags Fjarðamanna eru meðal þess sem boðið verður uppá. Hægt verður að skella sér í sund, og njóta alls þess sem Fjarðabyggð hefur uppá bjóða.

Dagskrá Páskafjörs 2018 í Oddsskarði
Ekki standa og bíða - komdu að skíð! Oddsskarð er eitt besta skíðasvæði landsins og bíður uppá frábæra möguleika til skíðaiðkunnar.
Smelltu hér til að kynna þér fjölbreytta dagskrá Páskafjörs 2018

Aðrir viðburðir á Páskafjöri 2018
Ferðafélag Fjarðamanna bíður um spennandi dagskrá um páskana. Hægt verður að komast bæði í krefjandi skíðagöngu og fjölskyldugöngur undir leiðsögn staðkunnugra leiðsögumanna.
Smelltu hér til að kynna þér aðra viðburði á Páskafjöri 2018.

Sundlaugar í Fjarðabyggð
Hvað er betra en að skella sér í sund á milli skíðaferða? Í Fjarðabyggð eru glæsilegar sundlaugar sem hægt verður að opnar alla páskana.
Smelltu hér til að kynna þér opnunartíma Íþróttamiðstöðva yfir páskana

Ég skemmti mér!
Það verður hægt að gera eitt og annað í Fjarðabyggð á milli skíðaferða í Oddsskarð. Í boði verða dansleikir, tónleikar og ýmislegt annað.
Smelltu hér til að kynna þér hina fjölbreyttu viðburði sem í boði verða.

Önnur afþreying í Fjarðabyggð
Í Fjarðabyggð er að finna fjölbreytta afþreyingu við allra hæfi m.a. má finna glæsilegar sundlaugar á Eskifirði og í Neskaupstað
Smelltu hér til að kynna þér þá fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði í Fjarðabyggð

Gisting
Í Fjarðabyggð er að finna fjölbreytta möguleika til gistingar.
Með því að smella hér má finna upplýsingar um fjölbreytta gistimöguleika í Fjarðabyggð.