Skíðasvæðið í Oddsskarði

Yfirlitsmynd

Skíðasvæði yfirlitsmynd Skíðasvæði hættumat

SKÍÐAMIÐSTÖÐIN ODDSSKARÐI

Skíðabrautir

Á skíðasvæðinu í Oddsskarði eru fjölbreyttar og skemmtilegar skíðabrautir við allra hæfi. Skíðasvæðið er eitt af fáum sem býður upp á samfellda skíðaferð ofan af fjallstoppi og niður í fjöru.

Þrjár skíðalyftur eru í Oddsskarði eða byrjendalyfta, 1-lyfta og topplyfta. Topplyftan tekur við af 1-lyftunni í beinu framhaldi.

Alls hafa 23 skíðabrautir verið lagðar út frá þessum þremur lyftum. Yfirleitt eru brautir (1) til (10) troðnar, en það fer eftir aðstæðum hve margar brautir unnt er að opna. Þegar aðstæður leyfa er einnig troðin gönguskíðabraut.

Erfiðleikastig

  • Græn (1) Byrjendabraut
  • Bláar (2-6) Auðveldar brautir
  • Rauðar (7-10) Nokkuð erfiðar
  • Svartar (11-23) Erfiðar