Upprunalegur hertrukkur við Íslenska stríðsárasafnið

Reyðarfjörður

Velkomin í Íslenska stríðsárasafnið

Á Reyðarfirði er upplýsingamiðstöð ferðamanna staðsett í afgreiðslu Íslenska stríðsárasafnsins. Þangað geta ferðamenn sótt almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni, þar á meðal þjónustukort fyrir alla sex bæjarkjarna sveitarfélagsins.

Aðstoð er einnig veitt vegna ferðaupplýsinga um aðra landshluta. Þá liggja algengustu handbækur og kynningarrit frammi og ferðamenn geta auk þess leitað upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma Íslenska stríðsárasafnsins, sem er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst kl. 13:00 - 17:00.

Utan opnunartíma safnsins má nálgast helstu ferðaupplýsingar fyrir Fjarðabyggð og nágrenni á upplýsingastandi sem er staðsettur í verslunarmiðstöðinni Molanum, í miðbæ Reyðarfjarðar.

Íslenska stríðsárasafnið er staðsett á fallegum stað ofan við þéttbýlið. Ekið er að safninu upp Heiðarveg eða Mánagötu. Þá liggur meðfram Búðará göngustígur að safninu, en áin rennur til sjávar um miðbæ Reyðarfjarðar. Á sólríkum degi má hiklaust mæla með þessari fallegu gönguleið. 

Upplýsingar

Heimilisfang Heiðarvegi 37
Staður Íslenska stríðsárasafninu Reyðarfirði
Netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is
Sími +354 470 9000