Hernámsdagurinn á Reyðarfirði

02.07.2017

Klukkan 14:00

09.06.2016

Andi stríðsáranna á Reyðarfirði

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði verður haldin hátíðlegur þann 2.júlí.

Á Hernámsdeginum er þess minnst að þann 1. júlí árið 1940 bar breska herinn að landi í Reyðarfirði.Þorpið, sem taldi rétt rúmlega 300 íbúa á þessum tíma, var bókstaflega í hers höndum, en í jákvæðum skilningi þó. Í hönd fór tími framfara og atvinnuuppbyggingar með svipuðu móti og á höfuðborgarsvæðinu.

Í ár er viðburðanna minnst með því að nýtt safnaleiðsagnarkerfi í Stríðsárasafninu verður tekið í notkun og því um að gera að koma og prófa. Söngvararnir Þórunn Erna Clausen, Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir og Andri Bergmann taka valin lög frá stríðsárunum og Þóroddur Helgason segir sögur sem tengjast lífinu á stríðsárunum.

Kaffi og kökur verða í boði safnsins.