Hvað er streita og hvernig get ég náð tökum á henni? Fræðslufundur um streitu og streituvarnir

23.10.2017

Klukkan 20:00

23.10.2017

Í kvöld stendur fjölskyldusvið Fjarðabyggðar í samvinnu við Forvarnir Ehf. fyrir fræðslufundi um streitu og streituvarnir. Fræðslufundurinn fer fram í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og hefst kl. 20:00

Hugtakið “Stress“ er á allra vörum og varla að sá dagur renni upp hjá fólki þar sem „streitan“ er ekki allsráðandi. Fæstir gera sér þó grein fyrir því hversu mikill skaðvaldur „stressið“ getur orðið, sérstaklega ef það er viðvarandi og langvarandi ástand. Á fræðslufundinum verður fjallað almennt um hugtakið „streitu“, ástæðu, orsök og afleiðingar hennar á líf okkar. Auk þess verður farið í að veita ráð til að verjast streitunni eða að minnsta kosti ná tökum á henni svo hún stjórni ekki lífi okkar.

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Forvarna ehf ásamt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Forvarna ehf og vinnusálfræðingi eru leiðbeinendurnir á fræðslufundinum.