Íbúafundur á Reyðarfirði

26.10.2017

Klukkan 20:00

23.10.2017

Fimmtudaginn 26. október kl. 20 verður haldinn íbúafundur í sal Grunnskóla Reyðarfjarðar

Á fundinum munu bæjarstjóri, bæjarráð og sviðstjórar sveitarfélagsins fara yfir stöðu mála í sveitarfélaginu og svara spurningum fundargesta.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fjármál 2016 og 2017
  2. Framkvæmdir og umhverfismál
  3. Önnur mál og fyrirspurnir

Bæjarráð, bæjarstjóri og sviðsstjórar sveitarfélagsins sitja fyrir svörum að kynningum loknum.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta á fundinn, kynna sér stöðuna og ræða málin.