Tónleikar Láru og Hjalta

07.10.2016

Klukkan 20:00

16.09.2016

Klassískar perlur með fiðlusmellum og sönglögum í Tónlistarmiðstöð Austurlands.

Þau Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir eru gestum Tónlistarmiðstöðvarinnar að góðu kunn, en þau hafa haldið fjölmarga tónleika saman um land allt á undanförnum misserum. Að þessu sinni flytja þau hugljúfar innlendar og erlendar söngperlur í bland við eigið efni af nýútkomnum diski þeirra Árbraut. Þar kveður við nýjan tón og má segja að sköpunargleðin hafi tekið völdin hjá þessu frábæra tvíeyki.

Tónleikarnir eru einmitt haldnir í  tilefni af útgáfu disksins, sem er annar í röðinni hjá þeim hjónum. Lára Sóley er fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Norðurlands. Hún var bæjarlistarmaður Akureyrar 2015 og þajkkaði fyrir sig með eftirminnilegum tónleikum fyrir fulli húsi í Akureyrarkirkju í vor. Hjalti er söngmaður og gítarleikari. 

Aðgangseyrir er kr. 2.000.