Tónleikar með Önnu Grétu og Sölva

22.08.2017

Klukkan 20:00

29.06.2017

Melódískir djasstónleikar undir þjóðlagaáhrifum í Tónlistarmiðstöð Austurlands. 

Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir og Sölvi Kolbeinsson leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðastu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaununum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Prógrammið samanstendur af eigin tónsmíðum sem þau hafa unnið að bæði saman og í sitthvoru lagi. Anna og Sölvi voru valin fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Young Nordic jazz Comets sem fór fram í Umeå, Svíþjóð þetta árið og fengu frábærar móttökur á meðal áhorfenda og fjölmiðla.

Aðgangseyrir 2000 kr.