Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2017

10.10.2017

Fimmtudaginn 12. október klukkan 12:00 verða umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar veittar og fer athöfnin fram í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði.

Í september gafst íbúum Fjarðabyggðar kostur á því að senda inn tilnefningar til umhverfisverðlauna í þremur flokkum. Þetta er í annað sinn sem sveitarfélagið veitir viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og fegrun umhverfisins. Viðurkenning er veitt í þremur flokkum eða fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóð. 

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, mun afhenda viðurkenningarnar og að athöfn lokinni verður gestum boðið að þiggja veitingar.

Allir hjartanlega velkomnir.