Skíðamiðstöðin Oddsskarði

Skíðasvæðið í Oddsskarði

Eitt besta skíðasvæði landsins

Skíðasvæði Fjarðabyggðar er í Oddsskarði og er ein af perlum sveitarfélagsins. Þar er skíðalyfta, sem hefst í 513 metra hæð. Þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð.

Oddsskarð er með skemmtilegustu skíðavæðum á Íslandi og gengur einnig undir nafninu „Austfirsku Alparnir". Á svæðinu er barnalyfta og ágætur skíðaskáli með veitingaaðstöðu.

Skíðamiðstöðin Oddsskarði, SKO, annast daglegan rekstur skíðasvæðisins. Um hverja páska stendur skíðamiðstöðin fyrir Páskafjöri, útivistar og fjölskylduhátíð. Skíðafélag Fjarðabyggðar og Brettafélag Fjarðabyggðar hafa æfingaaðstöðu við miðstöðína.

Upplýsingar

Heimilisfang við Norðfjarðarveg
Staður 735 Eskifjörður
Netfang oddskard@oddsskard.is
Sími +354 476 1465/878 1474
Vefur Sjá vefsíðu