Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður er fallegur fjörður fyrir miðju Austfjarða. Nafn sitt dregur fjörðurinn af eyjunni Skrúði úti fyrir firðinum. Í firðinum voru áður tvö sveitarfélög, Fáskrúðsfjarðarhreppur og Búðahreppur, en Búðahreppur varð til árið 1907 þegar þéttbýlið Búðir var gert að sérstöku sveitarfélagi.
Atvinnulíf byggist að mestu á sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða, auk smærri fyrirtækja í iðnaði og verslun, en alla helstu þjónustu er að finna á Fáskrúðsfirði.
Seinni hluta 19.aldar og fram á 20.öld var Fáskrúðsfjörður ein helsta bækistöð franskra sjómanna hér á landi og óvíða á Íslandi er að finna jafn miklar minjar tengdar þeim, s.s. hús, grafreiti o.fl. Ýmis örnefni tengjast veru Frakka hér og einnig eru í firðinum örnefni sem tengjast Tyrkjaráninu 1627. Þjóðhátíðardagur Frakka 14. júlí er fánadagur á Fáskrúðsfirði. Íbúar Fáskrúðsfjarðar eru í dag um 710.
Sandfell Fáskrúðsfirði
Ekki bara fallegt heldur einnig sjaldgæft.
Sjá nánarHafnarnes
Lítið eyðiþorp við utanverðan Fáskrúðsfjörð
Sjá nánarGilsárfoss Fáskrúðsfirði
Manngengur foss stutt frá þjóðveginum
Sjá nánarFranski grafreiturinn
Grafreitur franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði
Sjá nánarFrönsku húsin
Söguleg endurreisn gamalla bygginga á Fáskrúðsfirði
Sjá nánarEyjan Skrúður
Stærst þriggja eyja úti fyrir Fásrkúðsfirði
Sjá nánarStytturnar á Fáskrúðsfirði
Áhugaverðir minnisvarðar bæjarins
Sjá nánar