Rex NS 3 á Fáskrúðsfirði
Sigurvegarar í minningarhlaupi um Berg Hallgrímsson ásamt Helgu Bergsdóttur

Stytturnar á Fáskrúðsfirði

Fallegar styttur og minnisvarðar

Minnisvarði vísindamannsins og heimskautafarans dr. Carcot er staðsettur innan við Læknishúsið að Hafnargötu 12. Skip hans Purquoi pas, fórst í Straumfirði á Mýrum árið 1936.

Báturinn Rex NS 3 stendur rétt utan við íþróttavölinn innst í bænum, skammt frá úthátíðarsvæði Fáskrúðsfjarðar. Trébáturinn er fagurt vitni þeirrar grósku sem hér var í skipasmíði á 20. öldinni. Minnisvarða um Einar í Odda hefur verið komið fyrir á hæðinni ofan við bátinn.

Minnisvarði um Berg Hallgrímsson. Minnisvarðinn stendur við þjóðveginn í gegnum bæinn, við Búðaveg 36. Bergur var stórathafnamaður í byggðarlaginu og á sínum tíma einn af þekktari útgerðamönnum og síldarverkendum landsins. Á Frönskum dögum er hlaupið minningarhlaup Bergs Hallgrímssonar.

Neðan við Hamarsgötu 8 létu Frakkar reisa minnisvarða um Carl A. Tulinius sem var ræðismaður Frakka á síðari hluta 19. aldar. Minnisvarðinn var afhjúpaður 28. ágúst 1902.