Litabrigði norðurljósanna geta verið afar mismunandi.
Norðurljósin geta tekið á sig furðulegustu myndir.
Wathneshús á Fáskrúðsfirði
Frá opnun Norðurljósahússins í maí 2016.

Norðurljósahús Íslands

Miðstöð norðurljósa á Fáskrúðsfirði

Í Fjarðabyggð eiga norðurljósin heima á Fáskrúðsfirði, nánar tiltekið í Norðurljósahúsinu sem staðsett er í gamla Wathneshúsinu við Hafnargötu 7.

Boðið er upp á stórbrotna sýn á norðurljósin í allra sinni fjöbreyttu litadýpt. 

Allar norðurljósamyndir eru teknar af Fáskrúðsfirðingunum og áhugaljósmyndurunum Jóhönnu K. Hauksdóttir og Jónínu G. Óskarsdóttur.

Á stjörnubjörtum kvöldum dansa norðurljós iðulega um tignarleg fjöllin á Fáskrúðsfirði og hafa þær stöllur sætt lagi og tekið einstakar ljósmyndir af sjónarspilinu á himnum. Sumar myndanna hafa hlotið heimsathygli og birst m.a. á vef NASA, Bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Wathneshúsið stendur við sjávarsíðuna, austanmegin við Franska spítalann. Það var reist árið 1882 af athafnamanninum Otto Wathne og endurbyggt af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði árið 2011 í samstarfi við húsafriðunarnefnd.

Norðurljósahúsið er opið alla daga kl. 12:30 - 17:00 í sumar frá 15. júní til 15. ágúst.

Norðurljósahúsið eða Auroras Iceland er á FB.

Upplýsingar

Heimilisfang Hafnargötu 7
Staður Fáskrúðsfjörður
Netfang auroras@auroras.is
Sími +354 7839500
Vefur Sjá vefsíðu