Snjóflóðagarðurinn

Útsýnis- og útvistarsvæði í Neskaupstað

Ofan byggðarinnar í Neskaupstað eru risin mikil mannvirki til varnar ofanflóðum. Búið er að koma fyrir gönguleiðum í kring um mannvirkin og hægt er að ganga uppi á þeim og njóta útsýnisins yfir Norðfjörð. Svæðið er skammt frá tjaldsvæðinu í Neskaupstað.