Viðfjörður og Vöðlavík

Jeppaslóði í eyðivík og eyðifjörð

Vegur liggur frá Eskifirði um norðurströnd Reyðarfjarðar til Vöðlavíkur og Viðfjarðar, en óráðlegt að fara þangað nema á fjórhjóladrifnum bílum.

Vöðlavík og Viðfjörður eru hvort um sig ákjósanlegir áfangastaðir á sumrin, rómaðir fyrir náttúrufegurð, útvistarmöguleika og endalausa kyrrð.