Stöðvarfjörður

Upphaf þéttbýlismyndunar á Stöðvarfirði má rekja til ársins 1896, þegar Carli Guðmundssyni var veitt leyfi til verslunarreksturs á staðnum. Áður höfðu búið þar útvegsbændur um langan tíma, enda gjöful fiskimið skammt út af firðinum. Þegar verslun hófst á Stöðvarfirði tilheyrði byggðarlagið Breiðdalshreppi en tíu árum síðar var stofnað sérstakt sveitarfélag.

Fiskvinnsla og fiskveiðar var til langs tíma höfuðatvinnuvegur Stöðfirðinga eins og títt er í litlum sjávarplássum á Íslandi. Þar var um langt skeið rekin togaraútgerð og frystihús með aðaláherslu á bolfiskvinnslu. Á síðustu árum hefur störfum við sjávartúveg fækkað mikið.  Í dag búa um 200 manns á Stöðvarfirði.