Herbergin á Tærgesen með öllum nútímaþægindum.
Tærgesen er í virðulegum húsakynnum frá 1870 þar sem upprunalegur stíll hefur fengið að njóta sín.
Á Tærgesen er í boði gott úrval veitinga.

Tærgesen

Gisti- og veitingahúsið Tærgesen er staðsett á besta stað á Reyðarfirði í næsta nágrenni hafnarinnar

Hér má njóta góðra veitinga og notalegrar gistingar í virðulegum húsakynnum frá 1870 þar sem upprunalegur stíll hefur fengið að njóta sín. Á Tærgesen er opið frá morgni til kvölds allt árið um kring. Þar er í boði gott úrval veitinga; morgunverður, réttur dagsins í hádegi og á kvöldin, grillréttir, fjórðungsins frægustu pizzur og auðvitað réttir af matseðli.

Á Tærgesen eru alls 18 vel búin eins- og tveggja manna herbergi í boði og í notalegu kaffihúsi og bar sem er í næsta húsi má taka á móti rúmlega 100 manns í mat, auk þess sem þar er að finna prýðis funda- og ráðstefnuaðstöðu fyrir rúmlega 80 manns. Þá er nýlega búið að bæta við mótelbyggingu sem staðsett er við hliðina á Tærgesen. Þar eru 22 herbergi með öllum nútímaþægindum. Að lokum skal þess getið að Tærgesen leigir einnig sali undir samkvæmi. 

Upplýsingar

Heimilisfang Búðargötu 4
Staður 730 Reyðarfjörður
Netfang taergesen@gmail.com
Sími +354 470 5555
Vefur Sjá vefsíðu