Hægt er að fá eins, tveggja og þriggja manna herbergi.
Í setustofunni er hægt að slaka á og horfa á sjónvarpið.
Á jarðhæðinni er veitingastaður og bar.

Kaffihúsið Eskifirði

Matsölustaður, gistiheimili og bar miðsvæðis á Eskifirði

Kaffihúsið er allt í senn, gistiheimili, veitingastaður, kaffihús, spilakassar, íþróttabar og bar. Stutt er í sundlaug bæjarins, gönguleiðir og hið frábæra skíðasvæði í Oddsskarði.

Í boði eru 11 herbergi öll með handlaug en án sér hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg hreinlætisaðstaða er örfáum skrefum frá hverju herbergi.
Frá kaffihúsinu eru aðeins 100 metrar í sundlaug Eskifjarðar þar sem heitir pottar, sauna og líkamsræktarstöð veita fullkomna slökun eftir viðburðaríka daga. Hægt er að fá eins, tveggja og þriggja manna herbergi.

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgata 10
Staður 735 Eskifjörður
Netfang siggavolli@gmail.com
Sími +354 476 1150
Vefur Sjá vefsíðu