Aðkoman að bústöðunum.
Sólbrekka í Mjóafirði er einstök náttúruparadís.
Góð grillaðstaða er við húsin.
Möguleiki er á sjóstangveiði og skoðunarferðum um fjörðinn á báti.

Sólbrekka

Lítil og þægileg sumarhús í Mjóafirði þar sem stutt er í skemmtilegar gönguleiðir

Á Sólbrekku eru tvö sum­arhús með hjónaherbergi og svefnsófa í stofu.

Einnig býðst gisting í svefnpokaplássi á Sólbrekku í fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur eins manns herbergjum. Til staðar er eldunaraðstaða, borðstofa, setustofa með sjónvarpi, þvottavél og þurrkari. Þá eru þrjár snyrtingar með sturtum á staðanum. Möguleiki er á aukarúmum og panta má gistingu með morgunverði. Heitur pottur er í sérhúsi.

Fjöldi rúma er alls 14.

Frá Sólbrekku er afar fal­legt útsýni yfir fjörð­inn. Göngukort hefur verið gert af staðnum, en margar skemmti­legar göngu­leiðir liggja um svæðið sem sumar eru stik­aðar.

Mögu­leiki er á sjóstang­veiði og skoð­un­ar­ferðum um fjörð­inn á báti. Þá má fá ferskan krækling úr firðinum. Í Mjóafirði er einnig gott berja­land.

Sólbrekka er opin 01.06.-30.09.

Kaffisala í Sólbrekku er opin 01.07.-20.08.

Skoðið myndband um Sólbrekku og aðstöðuna sem í boði er.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólbrekka
Staður 715 Mjóifjörður
Netfang mjoi@simnet.is
Sími +354 894 9014
Vefur Sjá vefsíðu