Málverk eftir Tryggva Ólafsson, listmálara, prýða veggi á Hótel Capitano.
Það er auðvelt að finna til hvíldar og slökunar í rúmgóðum herbergjum Hótel Capitano.
Hótel Capitano býður upp á veitingasal með borðum fyrir 35 manns og útsýni yfir sjóinn.

Hótel Capitano

Hlýlegt hótel í endurgerðu bárujárnshúsi í Neskaupstað

Hótel Capitano er lítið og hlýlegt hótel í endurgerðu 100 ára gömlu bárujárnshúsi í Neskaupstað og er staðsett alveg við sjávarsíðuna. Hótelið er rekið af fyrrverandi skipstjóra á fiskiskipi en þess má geta að Neskaupstaður er mesti fiskveiðibær á Íslandi. Þegar vel stendur á býður skipstjórinn gestum í strandveiði af bryggjunni. 

Veggi hótelsins prýða myndir eftir Tryggva Ólafsson, einn kunnasta samtímalistamann þjóðarinnar.  Hann ólst upp í Neskaupstað en bjó og starfaði í Kaupmannahöfn í áratugi.

Við bæjarmörkin rétt við vitann er Fólkvangur Neskaupstaðar, sá fyrsti sem stofnaður var á Íslandi. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf og stundum bregður þar fyrir lunda.

Neskaupstaður og nágrenni býður upp á merktar gönguleiðir, sögulegan helli, skíðasvæði með þremur lyftum, golfvöll og útisundlaug með heitum pottum, sauna og heilsurækt.


Hótelið er opið allt árið.

Upplýsingar

Heimilisfang Hafnarbraut 50
Staður 740 Neskaupstaður
Netfang island@islandia.is
Sími +354 477 1800
Vefur Sjá vefsíðu