Hótel Bláfell er í hjarta þorpsins.
Setustofan er hin glæsilegasta.
Fjölbreytt úrval herbergja er í boði.

Hótel Bláfell

Fagurt útsýni rammað inn af einum tignalegustu fjöllum Austurlands

Hótel Báfell er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar 1. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum, hvert með sér baðherbergi með sturtu, sjónvarpi og ókeypist þráðlausri nettengingu. Á hótelinu má einnig finna huggulega setustofu með arni og bókasafni, finnska saunu og veitingastað.

Veitingastaður hótelsins býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins. 

Hótel Bláfell er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum, því eru fjölmargir útivistarmöguleikar í boði. Í Breiðdal eru margar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna.

Hægt er að veiða í þrem ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn á hótelinu. Þá er einnig stutt í góða sundlaug með heitum potti.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvellir 14
Staður Breiðdalsvík
Netfang info@breiddalsvik.is
Sími +354 4700000
Vefur Sjá vefsíðu