Sumarhúsin Brekkubrún

Lítil og þægileg sumarhús í Mjóafirði þar sem stutt er í skemmtilegar gönguleiðir

Í Mjóafirði eru tvö sum­arhús sem standa á Brekkubrún, rétt neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Í boði er uppbúið rúm eða svefnpokapláss. Frí nettenging. Heitur pottur er í sérhúsi sem gestir sumarhúsa hafa gjaldfrjálsan aðgang að.

Frá sumarhúsunum er afar fal­legt útsýni yfir fjörð­inn. Göngukort hefur verið gert af staðnum, en margar skemmti­legar göngu­leiðir liggja um svæðið sem sumar eru stik­aðar. Boðið er upp á reiðhjólaleigu í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Í Mjóafirði eru einnig margir fallegir fossar og gott berjaland.

Gisting í sumarhúsunum er opin 6.06.-31.08.