Tjaldsvæðið er miðsvæðis á Breiðdalsvík á bak við Hótel Bláfell
Tjaldsvæðið er miðsvæðis á Breiðdalsvík á bak við Hótel Bláfell

Breiðdalsvík

Notalegt tjaldsvæði á góðum stað

Tjaldsvæðið er staðsett á bak við Hótel Bláfell. Þar er heitt og kalt rennandi vatn, salernisaðstaða og rafmagn. Góð aðstaða á frábærum stað með allt það helsta í nágrenninu. Stutt í sundlaug, veitingahús, verslun, kaffihús, handverksmarkað, söfn og fleira. Frábært umhverfi fyrir fjölskyldufólk.

Þjónusta í grennd við tjaldsvæðið telur íþróttahús með sundlaug, leiksvæði, útivistarsvæði, veitingahús, bílasafn, fræðasetur, banka, pósthús, verslun og bensínstöð.

Opnunartími er frá 24. júní - 1. september. Athugið að vegna viðgerða á svæðinu, er ekki unnt að opna það fyrr en á þessum tíma.

Gisting: Einstaklingur 1.000,- kr. pr. mann (Tjald / Tjaldvagn / Húsbíll / Hjólhýsi)

Rafmagn 1.000,- kr. pr. dag

Frítt fyrir börn 15 ára og yngri

Umsjónaraðili tjaldsvæðis er Hótel Breiðdalsvík

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvöllum
Staður 760 Breiðdalsvík