Horft inn Mjóafjörð.
Náttúrufegurð Mjóafjarðar er óumdeild.
Séð yfir Sólbrekku.

Mjóifjörður

Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi í umsjón ferðaþjónustunnar Sólbrekku

Á Sólbrekku er gasgrill, skjólgóður pallur með garðhúgögnum, 3G þráðlaust net, þvottavél, þurrkari og tvær snyrtingar með sturtum. Möguleiki er á rafmagni fyrir húsbíla. Heitur pottur er í sérhúsi og fyrir ofan Sólbrekku er leikvöllur fyrir börnin. Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir fjörðinn og margar skemmtilegar gönguleiðir. Nálgast má göngukort á Sólbrekku. Möguleiki er á sjóstangaveiði og skoðunarferðum í bát um fjörðinn. Þá er gott berjaland í Mjóafirði. Kaffisala er í Sólbrekku frá 1. júlí til 20. ágúst. 

Þjónusta tjaldsvæðisins er frá 1.júní til 15.september.

Gisting: Einstaklingur 1.400,- kr. pr. mann (Tjald / Tjaldvagn / Húsbíll / Hjólhýsi)

Rafmagn 850,- kr. pr. dag

Frítt fyrir börn 15 ára og yngri

Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:

Salerni, kalt og heitt vatn, rafmagn, leikvöllur, grillaðstaða, heitir pottar, sturta, þvottavél, fjallasýn, gönguleiðir.

Hundar í bandi leyfðir.

Frekari upplýsingar maggafusa@gmail.com

Upplýsingar

Heimilisfang Sólbrekka
Staður 715 Mjóifjörður
Netfang mjoi@simnet.is
Sími +354 894 9014
Vefur Sjá vefsíðu