Reyðarfjörður
Tjaldsvæðið á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn.
Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottavél og rafmagn, en losun fyrir húsbíla er hjá þjónustumiðstöð Olís, skammt frá tjaldsvæðinu. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin á sumrin í Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg.
Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:
Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla (400 m), þvottavél, þurrkari, rafmagn, sturta, bekkir og borð, WiFi tenging, veitingahús (400 m), kaffihús (1 km), vínveitingar (1 km), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (400 m), fjallasýn, gönguleiðir, leikvöllur (1,5 km), íþróttavöllur (1,5 km), veiði, golf, heilsugæsla (800 m).
Þjónusta tjaldsvæðisins 2022 er frá 1. júní - 15. september
Verðskrá 2022:
Fullorðnir 1.500 ISK
Eldri borgarar og öryrkjar 1.000 ISK
Rafmagn 1.000 ISK
Frítt fyrir börn undir 14 ára aldri
Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir.
Umsjón með tjaldsvæðinu hefur Lára Björnsdóttir - sími 776 0063
Heimilt er að hafa hunda á tjaldsvæðum Fjarðabyggðar, svo framarlega sem þeir eru hafðir í ól. Lausaganga hunda er óheimil í Fjarðabyggð nema á skilgreindum hundasvæðum.
Upplýsingar
Heimilisfang | Búðareyri. |
---|---|
Staður | 730 Reyðarfjörður |
Sími | +354 776 0063 |