Bátaleiga og bátsferðir 

Komdu út að sigla

Í Neskaupstað býður SÚN og Hildibrand Hótel útsýnisferðir með hinum virðulega eikarbát Gerpir NK 120 sem gerður hefur verið upp. Boðið er upp á 2-3 tíma siglingar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum ef lágmarksfjöldi næst. Fyrir nánari upplýsingar, tímasetningar og bókanir vinsamlegast hringið í Hildibrand Hótel í síma 477 1950.

Á sumrin er starfrækt bátaleiga í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Bátarnir erum með árum og litlum utanborðsmótor og eru þeir leigðir út með björgunarvestum. Einnig er hægt að fá leigðar veiðistengur. Ef vel liggur á matreiðslumeistaranum, má jafnvel semja við eldhúsið í Randulffssjóhúsi um matreiðslu á afla dagsins. Ferðaþjónustan Mjóeyri hefur umsjón með bátaleigunni í Randulffssjóhúsi.

Á Reyðarfirði býður Austursigling útsýnisferðir og sjóstöng á Reyðarfirði. Yfir sumartímann eru auk þess fastar ferðir kl. 16:00 og 20:00. Þegar vel ber í veiði má draga vænan þorsk úr sjó og stundum má sjá jafnvel hvali tilsýndar á dóli um fjörðinn.