Golf

Þrír frábærir golfvellir

GRÆNANESVÖLLUR Á NORÐFIRÐI

Golfvöllur Golfklúbbs Norðfjarðar, Grænanesvöllur, er inn af botni fjarðarins.  Skemmtilegur og vel hirtur völlur í fallegu umhverfi. Ekið er að vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ. Sími í golfskála 477 1165. Almennt daggjald er 3.500 kr. en nánari upplýsingar um gjaldskrá má nálgast á heimasíðu klúbbsins

  • Byggingarár 1965
  • Holur 9
  • Par 70

BYGGÐARHOLTSVÖLLUR Á ESKIFIRÐI

Golfvöllur Golfklúbbs Eskifjarðar, Byggðarholtsvöllur,  er sunnan við Eskifjarðará, innan byggðarinnar. Völlurinn er í fjölbreyttu umhverfi og skemmtilegur að spila.  Daggjald á vellinum er kr. 2.000 og ókeypis fyrir börn yngri en 15 ára.  Völlurinn er að sjálfsögðu opinn allt sumarið og eins lengi og tíð leyfir á haustin.  Allar upplýsingar eru veittar í golfskála félagsins.

  • Byggingarár 1976 
  • Holur 9
  • Par 66

GOLFVÖLLURINN KOLLUR Á REYÐARFIRÐI

Golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar er í hlíðinni rétt innan við bæinn á Reyðarfirði í fallegu umhverfi og þægilegur yfirferðar. Golfvöllurinn er nýr og því ennþá verið að byggja völlinn upp. Við Golfskálann er púttsvæði. Daggjald er 2.000,-

  • Byggingarár 2009
  • Holur 9
  • Par 70
Tengdar síður

golf.is