Hestaferðir 

Útreiðar og hestaleiga

Ferðaþjónustan að Skorrastöðum á Norðfirði býður fjölbreytt úrval styttri og lengri hestaferða. Fátt er tilkomumeira en hestaferð um fjöll og firnindi Austurlands. Leiðin liggur um brattar fjallshlíðar, grösuga dali og söndugar strendur. Útsýnið er einstakt og upplifunin sömuleiðis, ekki hvað síst ef leiðin liggur í eina af eyðivíkum svæðisins, en þær eru flestar án allra vegasamganga.

Styttri ferðir spanna allt frá einni klukkustund að 7 klst. dagsferð á meðal vinsælla ferða eru 3 til 4 klst ferðir í nágrenni Norðfjarðar.

Leiðsögumenn leiða hestaferðir Skorrahesta og eru frásagnir af sérkennum staða, saga þeirra og þjóðsögur sjálfsagður hluti af hverri ferð.

Auk skipulagðra hestaferða eru Skorrahestar með hestaleigu.

Tengdar síður

Skorrahestar