Kajakróður

Ævintýraheimur kajakræðara

Firðirnir eru ævintýraheimur kajakræðara. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Óhætt að hvetja áhugafólk að grípa með sér kajakinn og spreyta sig á austfirskum aðstæðum.

Kayakklúbburinn Kaj er með góða starfsaðstöðu á Norðfirði. Þetta félag kajakræðara á Austurlandi leigir jafnframt út báta og veitir fúslega áhugasömum ræðurum aðstoð og leiðbeiningar.

Á vefsíðu félagsins má nálgast nánari upplýsingar og viðburðadagatal félagsins.