Leiðsögn og skiplagðar ferðir

Allt sem þig langar að sjá og gera á Austfjörðum

Tanni Travel á Eskifirði sérhæfir sig í skipulögðum ferðum um Austurland. Í boði er fjöldi spennandi ferða eða heildarlausnir fyrir hópa allt eftir óskum viðskiptavinarins. Skíði, hestaferðir, bátasiglingar, útivist, matur og menning –  ferðir Tanna Travel tvinna saman allt það besta sem Austurland hefur upp á að bjóða.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri á Eskifirði sérhæfir sig í austfirskum vélsleðaferðum, gönguferðum, skíðaferðum og golfferðum. Þá býður Mjóeyri leiðsögn fyrir hreindýraveiði, rjúpnaveiði og sjófuglaveiði.

Jaðaríþróttum á borð við ísklifur og köfun er einnig gert skil í fjölbreyttu þjónustuframboði Mjóeyrar.

Ferðafélag Fjarðamanna stendur fyrir göngudagskrá sem stendur frá páskum og fram á haustið. Í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð eru langar og stuttar gönguferðir við allra hæfi.