Veiði

Fiskur, sjóstöng, sjófugl, rjúpa og hreindýr

Víðerni Fjarðabyggðar og náttúrufegurð gera sveitarfélagið að sannkallaðri útivistarparadís. Þá eru firðirnir ríkir að veiðimenningu og leggja margir Austfirðingar stund á veiðimennsku allt árið um kring.

Silungsár og silungsvötn eru víða gjöful í Fjarðabyggð. Helstu ár og vötn eru Sléttuá í Reyðarfirði, Dalsá á Fáskrúðsfirði, Norðfjarðará, Reyðarfjarðará, Eskifjarðará og Víkurvatn, efst í Vöðlavík.

Veiðileyfi eru seld í Veiðiflugunni á Reyðarfirði, Fjarðasporti á Norðfirði, Söluskála SJ á Fáskrúðfirði og ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Veiðiskýrslum er skilað inn á sölustað.

Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig hreindýraleiðsögn, sjófuglaveiði, rjúpnaveiði og sjóstangaveiði.

Nálgast má nánari upplýsingar um veiði einstaklinga á upplýsingavef Umhverfisstofnunar. 

http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/