The bright yellow lighthouse in Dalatangi is still in use.
The older lighthouse was recently renovated by the Icelandic Lighthouse Authorities.
The raod on the north side of Mjóifjörður ends here, so simple is that. - but the view is truely spectacular.

Dalatangi

Stórbrotinn staður á ystu nöf

Mjóafjarðarvegur (953) er malarvegur sem liggur frá þjóðveginum í Fagradal (92) niður í Mjófjörð. Frá fjarðabotninum liggur leiðin meðfram norðurströndinni alla leið að Dalatanga, sem er einhver stróbrotnasti staður Austfjarða.

Á staðnum eru tveir fallegir vitar. Dalatangviti, skærgulur að lit, var byggður árið 1908 er enn í notkun. Í vitahúsinu er jafnframt gamall hljóðviti sem var gerður nýlega upp og fær að hljóma á sunnudögum á sumrin gestum til heiðurs.

Eldri vitinn, er ekki síður falleg bygging. Hann er frá árinu 1895 og var gerður upp fyrir nokkru. Athafnamaðurinn Otto Wathne hafði forgöngu um gerð þeirra beggja.

Þá er á Dalatanga samnefndur bær þar sem vitavörður býr og er þar einnig rekið gistiheimili á sumrin. Hér hafa einnig farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.

Vegurinn út í Dalatanga er á köflum seinfarinn, en er ferðalagsins virði fyrir þennan einstaka stað, sem er bókstaflega á ystu nöf. Hér endar Mjóafjarðarvegur. Lengra austur verður ekki haldið. Útsýnið yfir nærliggjandi firði er að sama skapi stórbrotið, en við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. 

Upplýsingar

Heimilisfang Fjarðabyggð
Staður Mjóifjörður