Gerpissvæðið.

Gerpir

Austasti oddi landsins

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi.

Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Ferðafélag Fjarðamanna hefur gefið út göngukort af svæðinu sem er fáanlegt í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð. 

Björgunarsveit Norðfjarðar tekur nafn sitt eftir þessu sögufræga fjalli. Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni garpslegur eða vænlegur. Gerpir kemur einnig fyrir sem ýmist mannsnafn eða viðurnefni í Íslendingasögum, bæði Njálssögu og Grettissögu.