Í Grænafelli
Reyðarfjörður, Grænafell og Áreyjartindur

Grænafell

Útivistarsvæði við Reyðarfjörð

Svæðið undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells, skammt vestan við þéttbýlið á Reyðarfirði, er vinsælt útvistarsvæði, enda bæði fallegt og skjólsælt. Stikuð og tiltölulega auðveld gönguleið liggur á fellið meðfram afar fallegu gili Geithúsaár.