Klifbrekkufossar

Smáfossadýrð innst í Mjóafirði

Klifbrekkufossar er stórfengleg fossaröð innst inn í fjarðarbotni, hægra megin við þjóðveginn þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiði. Auðvelt er að ganga að fossunum og má hiklaust mæla með því, sér í lagi á góðviðrisdegi.