17. júní í Fjarðabyggð

Glæsileg hátíðardagskrá á Stöðvarfirði

17. júní verður fagnað á Stöðvarfirði með glæsilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hátíðardagskráin hefst með skrúðgöngu kl. 13.30 frá Nýgræðingi við tjaldstæðið á Stöðvarfirði að hátíðarsvæðinu við Balann. Þar verður dagskrá frameftir degi, með tónlistaratriðum, hoppuköstulum, andlitmálningu og ávarpi Fjallkonu svo eitthvað sé nefnt. 

17.júní kaffi verður á Kaffi Söxu frá kl. 14.00-17.00 - Það kostar 1.800 kr fyrir 12 ára og eldri, 850 kr fyrir 6-11 ára en er frítt fyrir þau allra yngstu.

Sjá kort af hátíðarsvæði hér til hliðar.

Komdu og njóttu þjóðarhátíðardagsins á Stöðvarfirði

Fleira skemmtilegt á Stöðvarfirði

Ýmislegt áhugavert og skemmtilegt er að sjá og skoða á Stöðvarfiðri og tilvalið að nýta ferðina.

Steinasafn Petru verður opið kl. 9.00-18.00

Salthúsmarkaðurinn verður opið frá kl.11.00-17.00

Gallerí Snærós verður opið frá kl.10.00-17.00

Svartholið verður opið frá kl. 13.00-17.00

Byggðasafn Antons verður opið frá kl.14.00-17.00

Frítt í strætó

Frá Norðfirði
Nesbakkabúð      11:55
Verkmenntaskólinn      11:57
Miðstræti      12:00
Orkan      12:02
Frá Eskifirði
Valhöll       12:25
Shell      12:27
Sundlaug      12:29
Frá Reyðarfirði    
Austurvegur/Barkinn        12:41
Molinn        12:43
Orkuskálinn        12:45
      
Frá Fáskrúðsfirði
Við kirkjugarð        13:00
Skrúður        13:02
Búðavegur        13:09

Ekið verður að Nýgræðingi á Stöðvarfirði, þaðan sem skrúðgangan leggur af stað, frá Norðfirði um Eskifjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Komutími er kl. 13:30 og er þar tekið mið af skrúðgöngunni sem leggur um það leyti af stað. Gengið verður að hátíðarsvæðinu við Balann.

Brottfarartími er frá hátíðarsvæðinu við Balann kl. 16:45. Ekið verður sömu leið til baka með viðkomu á sömu stoppustöðum og á leiðinni til Stöðvarfjarðar.