230 ára afmæli Eskifjarðar

Fjögurra daga afmælishátíð þann 18.ágúst 

Í tilefni þess að Eskifjörður á 230 ára afmæli þann 18.ágúst verður haldið uppá þennan merkilega áfanga með bæjarhátíð. Dagskráin er jafn frábær og hún er fjölbreytt þar sem að allt aldursrófið getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Hljómsveitir allt frá árinu 1973 stíga á svið og taka lög. Bænum er skippt upp í hverfi og alls kyns keppnir eru alla helgina þar má nefna best skreytta hverfið, besta kartöfluréttinn, flottustu afmæliskökuna og foosball keppni. 

Setning hátíðarinnar er fimmtudaginn 18.ágúst en þar eru kaffi og kökur í boði Hverfa- og afmælisnefndarinnar ásamt Sesamt Brauðhús en hátíðinni líkur síðan á sunnudeginum með Firma- og hópakeppni í Hlussubolta fyrir 16 ára og eldri. 

Unglingadiskó, hverfagrill, markaður, barnadiskó, fjölmörg tónlistaratrið og Eskfirskt ball er aðeins hluti af frábærri dagskrá helgarinnar.