Öflug barnadagskrá er á Neistaflugi.
Íbúar Neskaupstaðar skreyta garða sína í litum hverfis hvers sem skapar skemmtilega stemmingu í bænum.

Neistaflug

Frábær fjölskylduskemmtun

Neistaflug í Neskaupstað er fjölskylduvæn útiskemmtun, sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags um hverja verslunarmannahelgi. Áhersla er lögð á vandaða barna- og unglingadagskrá alla dagana samhliða fullorðinsskemmtunum. Bærinn skartar sínu besta pússi og allir eru í hátíðarskapi.

Skoppa og Skrítla, fjörueldur og sykurpúðar, Útvarp Neistaflug og útitónleikar eru nokkur dæmi um ógleymanlegar stundir á Neistaflugi. Metnaðarfull dagskrá og fagleg umgjörð hefur gert Neistaflug að einni elstu útihátíð landsins um verslunarmannahelgina og er óhætt að mæla með þessari frábæru bæjarhátíð fyrir alla fjölskylduna.