Hernámsdagurinn
Í samstarfi við Íslenska Stríðsárasafnið
Þann 1. júlí árið 1940 bar breska herinn að landi í Reyðarfirði. Þorpið, sem taldi rétt rúmlega 300 íbúa á þessum tíma, var bókstaflega í hers höndum, en í jákvæðum skilningi þó. Í hönd fór tími framfara og atvinnuuppbyggingar með svipuðu móti og á höfuðborgarsvæðinu.
Á Hernámsdeginum er þessa viðburðar minnst með hernámsgöngu, braggabíói, setuliðsskemmtun og öðru tilheyrandi. Bæjarlífið fær á sig annan brag. Sjá má hermenn og hertrukka fara um bæinn, hægt er að gæða sér á fish‘n‘chips á veitingastöðum og taka þátt í hernámshlaupi, svo að fátt eitt sé nefnt.
Þá er braggabíóið í Íslenska stríðsárasafninu endurvakið í tilefni dagsins með sýningum á sígildum kvikmyndum frá stríðsárunum.
Hernámsdagurinn á Reyðarfirði er haldinn síðasta sunnudaginn í júní eða fyrsta sunnudag júlímánaðar.
Upplýsingar
Heimilisfang | Íslenska stríðsárasafnið |
---|---|
Staður | Reyðarfjörður |
Netfang | sofn@fjardabyggd.is |
Sími | +354 470 9000 |
Vefur | Sjá vefsíðu |