Píslaganga á skíðum Föstudaginn langa
Páskaeggin bragðast hvergi betur en á toppi Grænafells
Gengið í Páskahelli á páskasunnudag
Skíðasvæðið í Oddsskarði er með betri skíðasvæðum landsins

Páskafjör

Fjör í austfirsku Ölpunum

Páskafjör er sannkölluð útivistarhátíð sem fram fer í Fjarðabyggð um hverja páska.

Skíðamiðstöðin í Oddsskarði býður upp á viðamikla dagskrá alla páskana. Super Jump snjóbrettamótið, sparifataskíðadagur, þrautabrautir fyrir yngstu kynslóðina og páskaeggjamót eru dæmi um ómissandi þætti þessarar skemmtilegu hátíðar í Oddsskarði. Bretta- og frískíðagarðurinn í Oddsskarði nýtur sín sérstaklega vel um páska og sú frábæra aðstaða sem þar er fyrir snjóbretti.

Skíðasvæðið er jafnframt opið fram undir miðnætti á Skírdag og á laugardeginum fyrir páska en þá um kvöldið er glæsileg flugeldasýning. Þá er hátíðin með austurrísku ívafi á laugardeginum með ekta Tíróla-stemningu.

Ferðafélag Fjarðamanna gengst jafnan fyrir píslargöngu á skíðum á Föstudaginn langa og páskaeggjagöngum á Grænafell og í Páskahelli. Páskaeggjaleit Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri, laugardag fyrir páskasunnudag, er orðin landsþekkt, en auk þess hefur ferðaþjónustan boðið upp á snjósleðaferð um Gerpissvæðið með leiðsögn þegar til þess viðrar. Mæting er á eigin sleðum.

Að góðri útivist lokinni er tilvalið að bregða sér í sund og hafa sundlaugarnar í Fjarðabyggð oft boðið upp á notalegan tónlistarflutning við sundlaugarbakkann í tilefni af páskum.

Dagskrá Páskafjörs 2017

Upplýsingar

Heimilisfang Oddsskarði
Staður 735 Eskifirði
Sími +354 476 1465
Vefur Sjá vefsíðu