Dansað á Maður er manns gaman
Artí
Slakað á við smábátahöfnina á Stöðvarfirði

Pólar

Sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði

Pólarhátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 14.-16. júlí á Stöðvafirði. Pólar er skapandi samvinnuhátíð fyrir allar kynslóðir sem haldin er á Stöðvarfirði annað hvert ár. Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð er mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi.

Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman. Markmiðið var að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er einn af hinum ómótstæðilegu Austfjörðum, sunnan við Fáskrúðsfjörð og norðan við Breiðdalsvík. Þar kúrir þorpið norðanmegin í firðinum og heldur utan um sína.

Á Pólar reynum við að endurspegla þá möguleika sem náttúra, umhverfi og menning Stöðvarfjarðar felur í sér, til dæmis með því að veiða fisk í hafinu og bragðbæta með jurtum úr brekkunni.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er gamalt frystihús sem breytt hefur verið í sköpunarmiðstöð með ýmislegt skemmtilegt í gangi. Sköpunarmiðstöðin: www.inhere.is

Hugmyndafræðin bak við Póla byrjaði með fjórum einstaklingum, Katrín Helena Jónsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Viktor Pétur Hannesson og Gígja Björnsson. En nú hafa enn fleiri bæst við hópinn til þess að styrkja og þróa Pólar. Aðal skipuleggjendur í ár eru þau Viktor Pétur Hannesson, Gígja Björnsdóttir og Haukur Árni Björgvinsson.

Pólar byggir á hugmyndinni um hæfileikasamfélagið. Peningar leika eins lítið hlutverk og mögulegt er, ekki síst fyrir tilstilli Uppbyggingarsjóðs Austurlands sem styrkir hátíðina. Þess í stað hvetjum við fólk til að leggja sitt af mörkum með hæfileikum sínum og þátttöku. Þar að auki verður hægt að styrkja hátíðina með frjálsum framlögum.

Stór hluti hátíðarinnar er fólgin í nýtingu á matvælum og hráefni úr héraði. Við sláum upp veislu.

Vefsíða

Facebook 

Facebook event

Dagskrá:

Föstudagurinn 14 Júlí
Tími Viðburður Hvar?
09:00 - 12:00 Morgunmatur og súpugerð í Hjartanu Hjartað
12:00 - 13:00 Hádegismatur / LUNCH BEAT Hjartað
11:00 - 00:00 Kaffi in Here opið Tónleikasalur
14:00 - 18:00 Open Mic - Borgar Magnason byrjar leikinn Tónleikasalur
16:00 - 18:00 Veiðiferðir Smábátahöfnin
16:00 - 18:30 Undirbúningur fyrir kvöldmat Hjartað
16:00 - 19:00 [ S O U R C E ] Balaborg
17:00 - 18:00 Brúðuleikhús Balaborg
18:00 - 20:00 Drop-in kvöldmatur (Komið með skál og skeið!) (Upplýsingar um auka áhöld í Hjartanu)
„Jóhanna Special” Sjávarréttasúpa  Fjarðarbraut 59
Fiskisúpa í Sigtúni Fjarðarbraut 51
Matur í Vinaminni Fjarðarbraut 29
20:00 - 22:30 Leikhúskvöld Tónleikasalur
20:00 - 21:00 CGFC Tónleikasalur
21:30 - 22:30 Captain Tobias Humes - Kontrabassa sögustund Tónleikasalur
23:00 - 00:00 Miðnæturtónleikar - Marteinn Sindri Jónsson Gamla Kirkjan
Laugardagurinn 15 Júlí
Tími Viðburður Staður
09:00 - 10:00 Morgunmatur og matargerð - Flökun, grænmetisskurður ofl. Hjartað
10:00 - 11:00 Jurtatínsla Byrjar í Hjartanu
10:00 - 18:00 Ljóðaupplestur Balaborg
11:00 - 12:00 Leiðsögn um sköpunarmiðstöðina Sköpunarmiðstöðin
12:00 - 13:00 Open studio listamenn InHere Sköpunarmiðstöðin
12:00 - 13:00 Hádegismatur Hjartað
12:00 - 23:30  Kaffi in Here opið Tónleikasalur
12:30 - 13:10 Hjalti Jón - tónleikar og sögustund Tónleikasalur
13:00 - 14:00 Fornleifaratleikur Byrjar í Hjartanu
13:00 - 16:00 Undirbúningur fyrir kvöldmat ( Skera Grænmeti / Flaka fisk ) Hjartað
13:00 - 16:00 Spá & Spa Balaborg
13:00 - 17:00 DIY smíðavöllur / Tálgun úr fundnu hráefni Hjartað
13:00 - 17:00 Leiklistarsmiðja Hjartað
14:00 - 15:00 Kaffi og leiðinleg tónlist í Garðinum hjá Þóri Túngata 8
14:00 - 18:00 Portrettbréf - Handskrifaður ljósmyndagjörningur Hjartað
15:00 - 16:00 Rabbarbaraveisla Vinaminni
15:00 - 16:30 Þarabúningasmiðja á Öldunni (Fjaran í botni Stöðvarfjarðar) Aldan
15:30 - 15:50 Bílskúrstónleikar Sindraberg
16:00 - 19:00 Undirbúningur fyrir kvöldmat - flökun - grill - ofl Hjartað
16:30  - 18:00 Flekakeppni - Sjósund - Fjörugjörningur (Fjaran í botni Stöðvarfjarðar) Aldan
18:00 - 20:00 Kveikt í grillum, matur Hjartað
18:00 - 20:00 Kvöldmatur Hjartað
19:00 - 19:15 Flatbökusamsteypan Tónleikasalur
19:30 - 20:10 María Viktoría Tónleikasalur
20:00 - 23:30 Tónleikar / Viðburðir:
20:10-20:20 My House: Forsýning á tónlistarmyndböndum Tónleikasalur
20:20 - 20:30 Sárasótt Tónleikasalur
20:30 - 21:10 Eastern Front Tónleikasalur
21:20 - 22:00 Uppistand Tónleikasalur
22:15 - 23:00 Borgar Magnason Tónleikasalur
23:00 - 23:30 Vinny Vamos og Hljómsveit Tónleikasalur
Sunnudagurinn 16. júlí
Tími Viðburður Staður
13:00 - 14:30 Sound Bath / Hóphugleiðsla Landatangi (Fjarðabraut 40b)
14:00 - 16:00 Gamla Kirkjan - Pönnukökur, tónlist, myndlist og upplestur Gamla Kirkjan

Upplýsingar

Heimilisfang Stöðvarfjörður
Netfang polarstodvarfjordur@gmail.com
Sími +354 690 7740
Vefur Sjá vefsíðu